NOTKUNARSKILMÁLAR HEIMASÍÐU

TAKMARKANIR Á NOTKUN ÞINNI Á EFNI HEIMASÍÐUNNAR

Efnið sem finna má á heimasíðunni (þ.m.t., en ekki takmarkað við, myndir, hugbúnað, hljóð, texta, myndskeið og annað margmiðlunarefni) („efnið“) er eign og hefur SC Johnson fengið leyfi fyrir því. Það er verndað með hugverkarétti á borð við einkaleyfa-, vörumerkja- og höfundarrétti. Að undanskildri persónulegri notkun sem er ekki í viðskiptaskyni er þér óheimilt að breyta, afrita, senda, dreifa, birta, búa til afleitt verk með, flytja eða selja neitt af þessu efni án skriflegs samþykkis frá SC Johnson eða eiganda þess ef við höfum fengið leyfi fyrir efninu. Allar óheimilaðar tilraunir til að breyta efni sem finna má á heimasíðunni eða til að ónýta eða fara framhjá öryggiseiginleikum okkar, eða til að nota heimasíðuna eða einhvern hluta efnisins á heimasíðunni í öðrum tilgangi en ætlaður er, eru stranglega bannaðar.

Vörumerki SC Johnson, kennimerki og þjónustumerki og vörumerki  þess, kennimerki og þjónustumerki sem SC Johnson er með leyfi fyrir (sameiginlega, „vörumerkin“) og birt eru á heimasíðunni eru skrásett og óskrásett vörumerki SC Johnson. Öll önnur vörumerki, viðskiptaheiti, vöruheiti, þjónustumerki og öll önnur merki sem tilheyra ekki SC Johnson eru eign viðkomandi eiganda. Ekkert á þessari heimasíðu ætti að túlka sem heimild, með ályktun, staðfestingu eða á annan máta, leyfi eða rétt til að nota neitt það vörumerki sem birtist á heimasíðunni án skriflegs leyfis SC Johnson eða slíks þriðja aðila sem kann að eiga vörumerkið sem birtist á heimasíðunni. Fjarvera vöru- eða þjónustuheitis eða kennimerkis einhvers staðar í texta heimasíðunnar telst ekki vera undanþága frá neinum vörumerkja- eða öðrum hugverkarétti varðandi slíkt heiti eða kennimerki.

Notkun efnisins, þar á meðal sendingar eins og skilgreindar eru hér að neðan, er á eigin ábyrgð. SC Johnson áskilur sér rétt til að breyta hluta eða öllu efninu, hugbúnaði, forritum og öðrum hlutum sem notaðir eru eða finna má á heimasíðunni hvenær sem er án tilkynningar um slíkt.

HÆFI

Notkun á heimasíðunni er takmörkuð við: (a) löglega íbúa Bandaríkjanna sem eru að minnsta kosti 18 ára að aldri eða á lögræðisaldri í lögsögu búsetustaðar síns, hvort sem eldra er, og (b) einstaklinga fyrir utan Bandaríkin sem gera bindandi samning við okkur og er ekki bannað að gera slíkt undir gildandi lögum búsetulands síns. 

RAFRÆN SAMSKIPTI

Þegar þú notar heimasíðuna samþykkir þú að taka við samskiptum frá okkur á rafrænan máta. Við munum eiga samskipti við þig, að okkar vild, með tölvupósti eða með því að birta tilkynningar á heimasíðunni. Þú samþykkir að allir samningar, tilkynningar, upplýsingagjöf og önnur boðskipti sem við veitum þér á rafrænan hátt uppfylli lagaskilyrði að slík boðskipti séu skrifleg.

SKRÁNING

Skráning kann að vera nauðsynleg til að nota eða fá aðgang að ákveðnum svæðum heimasíðunnar. SC Johnson mun meðhöndla allar mótteknar upplýsingar í tengslum við skráningu þína í samræmi við friðhelgisstefnu SC Johnson.

Þú mátt ekki nota netfang sem er þegar notað af einhverjum öðrum, hermir eftir öðrum aðila, tilheyrir öðrum aðila (án hans eða hennar samþykkis), brýtur gegn hugverkarétti eða öðrum rétti einstaklings, er dónalegt eða móðgandi á annan hátt, eða sem við höfnum af okkar eigin ástæðum.

Þegar þú skráir þig verða allar þær upplýsingar sem þú leggur fram að vera sannar, nákvæmar, núgildandi og fullnægjandi. Ef þær upplýsingar sem þú veitir SC Johnson breytast samþykkir þú að láta okkur tafarlaust í té uppfærðar upplýsingar. SC Johnson kann að fella úr gildi aðgang þinn ef upp kemst að einhverjar upplýsingar eru rangar, óréttmætar, úreltar eða ófullnægjandi.

Netfangið þitt og lykilorðið sem þú býrð til verða innskráningarupplýsingar þínar og ætti að fara með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þú berð að fullu ábyrgð á allri notkun á aðgangi þínum og fyrir allar aðgerðir sem eiga sér stað með aðgangi þínum, þar á meðal, án takmarkana, vegna taps, missis eða óheimilaðrar notkunar á slíkum innskráningarupplýsingum. Ef tap, þjófnaður eða óheimiluð notkun á sér stað kunnum við að leggja á þig, að eigin vild, frekari öryggisskuldbindingar.

ÞÁTTTAKA OG SENDINGAR NOTANDA

Núna og á ýmsum tímapunktum í framtíðinni, munu sum svæði heimasíðunnar (þ.m.t., en ekki takmarkað við, hluta fyrir umræðusvæði, blogg, umsagnir eða athugasemdir og spjallsvæði) bjóða notendum að (a) birta eða senda okkur efni á borð við athugasemdir, tillögur, hugmyndir, athuganir, myndefni, umsagnir, gögn, skoðanir, ráð, ritverk, teikningar, myndir, ljósmyndir, efni sem byggist á hljóð og mynd, myndbandsupptökur, hljóðupptökur, færslur fyrir kynningar eða aðrar upplýsingar eða efni sem búið er til af notanda („sendingar“), (b) hala niður texta, myndskeiði, ljósmyndum og/eða öðru efni á tölvu (sameiginlega, „niðurhal í tölvu“), (c) hala niður afþreyingarefni í fartæki eða öðru efni, til dæmis forritum, hringitónum, leikjum, myndefni, fréttum, hljóði, myndbandi, ljósmynd og öðrum upplýsingum í gegnum Internetið, SMS, MMS, WAP, BREW og aðrar tegundir efnis fyrir fartæki í ákveðin samrýmanleg fartæki (sameiginlega, „niðurhal í fartæki“), og/eða (d) skoða heimasíðuna. Allt niðurhal í tölvu má aðeins nota í þinni eigin tölvu (eða tölvu sem þú hefur umráð yfir), og niðurhal í fartæki má aðeins nota í þínu eigin fartæki (eða tæki sem þú hefur umráð yfir).

Allar sendingar njóta hvorki trúnaðar né eignaréttar. SC Johnson ber engar skuldbindingar hvað sendingar varðar. Við getum ekki tryggt að aðrir notendur (eða aðrir þriðju aðilar) muni ekki notfæra sér þær hugmyndir sem þú deilir. Ef þú ert því með hugmynd sem þú vilt að njóti trúnaðar og/eða vilt ekki að aðrir noti, þá skaltu ekki birta hana á heimasíðunni. Allar sendingar ættu einnig að endurspegla heiðarlegar skoðanir þínar, uppgötvanir, hugmyndir eða reynslu, og vera innan persónulegrar þekkingar þinnar, og ættu ekki að gefa ranga hugmynd á neinn máta um samband þitt við SC Johnson. Til dæmis ætti notandinn að opinbera efnislega tengingu, ef til staðar er, á milli hans eða hennar og SC Johnson í sendingu sem inniheldur stuðning.

SC Johnson fer ekki né getur farið yfir allar sendingar frá notendum og ber fyrirtækið ekki ábyrgð á efnisinnihaldi þessara sendinga, né styður SC Johnson heldur neinar sendingar. Þess vegna getum við ekki tryggt nákvæmni, heilleika eða gæði sendinga, og við getum ekki lofað þér að skaðlegar, ónákvæmar, villandi, móðgandi, ógnandi, ærumeiðandi, ólöglegar eða annars hneykslanlegar sendingar muni ekki birtast á heimasíðunni. Þú ættir aldrei að gefa þér það að sendingar endurspegli skoðanir eða stefnur SC Johnson. Þetta á við jafnvel þó sendingar kunni að innihalda athugasemdir um aðrar sendingar notenda, eða athugasemdir um vörur okkar, þjónustu, kynningar, heimasíðu eða aðrar svipaðar upplýsingar.

Þú berð fulla ábyrgð á (a) öllum sendingum sem þú birtir á eða í gegnum heimasíðuna, (b) öllu efni eða upplýsingum sem þú veitir okkur eða öðrum notendum (eða öðrum sem skoða heimasíðuna) og (c) samskiptum þínum við aðrar notendur (eða aðra sem skoða heimasíðuna). Með því að senda sendingu á heimasíðuna losar þú SC Johnson undan öllum skyldum eða skuldbindingum sem fyrirtækið kynni annars að hafa til að skoða eða bregðast við sendingum, og af öllum skyldum eða skuldbindingum sem fyrirtækið kynni annars að hafa í tengslum við aðgerðir sem það velur að grípa til sem viðbragð við sendingum þínum.

Þú viðurkennir að með því að gefa þér færi á að senda, skoða eða dreifa þessum sendingum erum við aðeins í hlutverki hlutlauss milliliðar og berum engar skyldur eða skaðabótaskyldur í tengslum við efni sendingar, eða athafnir notenda á heimasíðunni. Við áskiljum okkur hins vegar rétt á að breyta, neita að birta, yfirfara, hafna, útiloka, fjarlægja eða grípa til annarra aðgerða sem við teljum nauðsynlegar til að meðhöndla sendingar. Slíkt kann að ná yfir sendingar sem við teljum vera móðgandi, ærumeiðandi, dónalegar, sviksamlegar, brjóta gegn rétti þriðja aðila, þ.m.t., en ekki takmarkað við, hugverkarétt eða útgáfurétt eða rétt til friðhelgi einkalífsins, eða eru annars móðgandi eða við teljum óásættanlegar að eigin vild. Slíkar aðgerðir kunna að fela í sér, en eru ekki takmarkaðar við, brottnám efnis sem sagt er að samræmist ekki þessum skilmálum, fella úr gildi aðgengi notanda að heimasíðunni og fjarlægja allar sendingar einstaklinga sem við teljum að séu brotamenn eða síbrotamenn.

Ef við fáum tilkynningu frá notanda að sending er sögð ekki samræmast þessum skilmálum, kunnum við að rannsaka staðhæfinguna og ákvarða að eigin vild til hvaða viðeigandi aðgerða grípa þarf til. Við berum enga ábyrgð á að breyta, fjarlægja eða halda áfram að heimila birtingu neinna sendinga.

Við kunnum að fá margar sendingar á heimasíðuna sem innihalda, eða þróum sjálf, eða í gegnum þriðja söluaðila sem við stundum viðskipti við, hugmyndir, uppfinningar, efni og annað efni sem kann að vera svipað eða álíka í þema, hugmynd, sniði eða að öðru leyti hvað varðar sendingar sem þú leggur fram á heimasíðuna. Til dæmis sinnir SC Johnson öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi fyrir nýjar vörur og þjónustu, og sköpun markaðs- og auglýsingaefnis og annars efnis sem tengist vörum okkar og þjónustu eða það sem kann að vekja áhuga annarra notenda, á okkar eigin spýtur eða í gegnum söluaðila þriðja aðila. Með því að leggja fram sendingu skilur þú að þú afsalar þér öllum kröfum sem þú gætir hafa átt, gætir átt og/eða gætir verið með í framtíðinni byggt á öllum hugmyndum, uppfinningu, samsetningu, myndskeiði og/eða efni sem notað er af SC Johnson (eða fulltrúum þess) sem byggt er á, eða er annars eins eða álíka, og allar sendingar sem þú leggur fram á heimasíðuna.

EF ÞÚ SENDIR EFNI TIL OKKAR:

(1) Þú veitir okkur hér með almennt nytjaleyfi, á heimsvísu, að fullu greitt og án fylgiréttargjalds, varanlegt, óafturkallanlegt og ótakmarkað til að nota, breyta, dreifa, framkvæma, birta, sameina, veita viðbótarnyjaleyfi og búa til afleitt efni fyrir alla eða hluta af sendingu þinni á þann máta sem við kjósum og í hvaða skyni sem er.

Þetta þýðir meðal annars að:

  • Við þurfum ekki að meðhöndla neinar slíkar sendingar í trúnaði.
  • Ef við notum slíka sendingu eða leyfum öðrum að nota slíka sendingu -- eða eitthvað í líkingu við slíka sendingu -- þurfum við ekki að greiða þér eða neinum öðrum fyrir slíka sendingu eða notkun.
  • Við getum notað slíka sendingu í hvaða skyni sem er, án þess að greiða fyrir hana eða tilkynna þér eða einhverjum öðrum um slíka sendingu eða notkun.
  • Við getum notað slíka sendingu á heimasíðu, stafrænum miðli, prentmiðli eða öðrum miðli á heimsvísu að eilífu.

(2) Að umfangi þeim rétti sem þú kannt að hafa fyrir eða í tengslum við er ekki hægt að veita SC Johnson leyfi undir gildandi lögum eða lagalegri kenningu, því losar þú þig hér með óafturkræft og afsalar þér öllum slíkum rétti, þ.m.t., en ekki takmarkað við, útgáfurétti, rétti til friðhelgis einkalífs, rétti til viðskiptaleyndarmáls og „siðferðilegum rétti“ eða öðrum rétti hvað varðar úthlutun eignarhalds eða heilleika efnis, eða annars hugverkarétts.

(3) Þú viðurkennir að þú berð ábyrgð á sendingu þinni -- með öðrum orðum viðurkennir þú að þú (og ekki við) berð fulla ábyrgð á sendingunni, þ.m.t. lögmæti hennar, áreiðanleika, að hún sé viðeigandi, frumleika og fylgni við samsvarandi lög.

(4) Þú viðurkennir einnig að við berum enga skyldu til að nota, birta eða svara neinni sendingu. Við kunnum að hafa samband við þig eða þriðju aðila til að staðfesta upplýsingarnar sem finna má í sendingunni sem þú lést okkur í té, fá athugasemdir til viðbótar og til að taka upp, skrá og gera skrá yfir yfirlýsingar þínar eða annarra þegar samræður eða bréfaskriftir við þig eiga sér stað. Þú samþykkir að efni sem verður til við slíkar athafnir verður í eigu okkar og má nota á þann máta sem við teljum viðeigandi. Við kunnum einnig að senda þér upplýsingar og tilkynningar varðandi sendingu þína í gegnum heimasíðuna, með tölvupósti eða á annan máta byggt á þeim upplýsingum sem þú veittir okkur í tengslum við sendingu þína.

SC Johnson áskilur sér rétt hvenær sem er og öðru hverju að stöðva, tímabundið eða varanlega, móttöku sumra eða allra sendinga og/eða færni þína til að fara í sendingar með því að tilkynna slíkt, eða ekki, að eigin vild. Þú samþykkir að SC Johnson beri enga skaðabótaskyldu þér til handa eða nokkurs annars þegar hætt er að taka við sendingum.


HÁTTERNISREGLUR

Þó við berum ekki ábyrgð á hátterni notenda okkar eða þeim sendingum sem þeir leggja fram, viljum við að heimasíðan sé staður á Internetinu þar sem efnið brýtur ekki gegn réttindum neins, móðgar eða særir fólk. Þess vegna, þegar heimasíðan er notuð, skaltu EKKI gera eftirfarandi:

  • Senda efni sem nýtur höfundarréttar, er verndað með viðskiptaleyndarmáli eða er annars háð eignarétti þriðja aðila, þ.m.t. vörumerkjarétt, einkaleyfisrétt, rétt til friðhelgis einkalífs og útgáfurétt (t.d. nota nafn einhvers annars eða líkindi eða ljósmynd sem tekin er af öðrum aðila án leyfis hans eða hennar) - þú ættir aðeins að senda efni sem þú átt sjálf/ur
  • Birta ósannindi eða gera yfirlýsingar sem gætu skaðað okkur eða einhvern annan
  • Senda efni sem er ólöglegt, dónalegt, óréttmætt, misvísandi, ærumeiðandi, ógnandi, niðrandi, klámfengið, áreitið, hatursfullt, kynþáttalega eða þjóðernislega móðgandi, brýtur gegn lögum eða er á annan máta óviðeigandi
  • Senda efni sem auglýsir áfengi, ólögleg fíkniefni, tóbak, skotvopn/vopn (eða notkun á áðurnefndum hlutum)
  • Birta auglýsingar eða boð um viðskipti
  • Trufla rekstur heimasíðunnar á nokkurn hátt, þ.m.t. með því að setja óeðlilegt álag á heimasíðuna
  • Safna upplýsingum um aðra, þ.m.t. netföngum, án heimildar viðkomandi
  • Dulráða, bakþýða, baksmala eða bakfæra hugbúnað sem samanstendur af eða er einhver hluti af heimasíðunni
  • Ónýta öryggisráðstafanir, rannsaka eða kanna hvernig ónýta megi öryggisráðstafanir, eða veita upplýsingar varðandi aðferðir við að ónýta öryggisráðstafanir, þ.m.t. veita öðrum aðila aðgang að heimasíðunni með skilríkjum sem gefin voru út fyrir þig, eða með því að falsa, eyða eða fela haus IP-samskiptareglna, sendanda tölvupósts eða aðrar auðkennisupplýsingar
  • Brjóta gegn neinum staðbundnum lögum, ríkislögum, landslögum eða alþjóðlegum lögum eða birta sendingu sem gæti ýtt undir eða veitt upplýsingar um afbrot
  • Villa heimildir á þér, villa um aldur þinn eða tengsl við einstakling eða aðila, þ.m.t, en ekki takmarkað við, hvað varðar samband eða efnislega tengingu þína við SC Johnson
  • Nota heimasíðuna til að senda eða gera tiltæka óumbeðna eða óheimilaða auglýsingu, boð, kynningarefni, „ruslpóst“, „keðjubréf“, píramídasvindl eða aðra boðstegund
  • Birta eða deila persónugreinanlegum eða einkaupplýsingum þriðja aðila
  • Óska eftir lykilorðum eða persónuupplýsingum frá öðrum
  • Nota upplýsingar eða efni fengið á heimasíðunni á máta sem er ekki heimilaður í þessum skilmálum
  • Birta efni sem inniheldur vírusa eða annan tölvukóða, skrár eða hugbúnað sem hannaður er til að trufla, eyða eða takmarka virkni tölvuhugbúnaðar eða vélbúnaðar eða fjarskiptabúnaðar
  • Skrá fleiri en einn aðgang eða nota eða reyna að nota aðgang annars, þjónustu eða kerfi án heimildar eða búa til falskt nafn á heimasíðunni, eða
  • Sýna árásargjarna hegðun eða eltihrellishegðun, eða ógna eða áreita einhvern.

Eftirfarandi grundvallarreglur eiga við um samskipti á heimasíðunni

  • Sýndu öðrum virðingu, einkum þegar þú ert ósammála öðrum.
  • Umræður eru frábærar en þær ættu að fara fram á uppbyggilegan hátt.
  • Taktu ábyrgð á eigin orðum.

FARTÆKI

Ef heimilað er eða tiltækt er í gegnum heimasíðuna verður þú að hafa áskrift fyrir fartæki þitt hjá farsímafyrirtæki og þráðlausa áskriftin þín verður að veita þér þá virkni sem þörf er á svo þú getir (a) hlaðið upp efni á heimasíðuna í gegnum fartækið þitt, (b) tekið á móti og svarað skilaboðum eða til að komast í eða búa til pósta með textaskilaboðum, (c) skoðað heimasíðuna úr fartækinu þínu, og/eða (d) farið í ákveðna eiginleika í gegnum hugbúnað sem þú hefur halað niður og uppsett í farsíma þínum (sameiginlega „fartækjaþjónusta“). Þú gætir þurft að greiða þjónustugjöld til símafyrirtækis þíns og annarra þriðju aðila þegar þú ferð inn á og notar þjónustu þess. Þú ættir að kynna þér áskrift þína hjá símafyrirtækinu til að ganga úr skugga um hvaða gjöld þú gætir stofnað til. 

GETRAUNIR OG SAMKEPPNIR

Öllum getraunum, samkeppnum, leikjum og/eða kynningartilboðum sem aðgengileg eru í gegnum heimasíðuna er stjórnað af ákveðnum reglum og/eða skilmálum og skilyrðum. Með því að taka þátt í getraunum eða samkeppnum eða leikjum eða kynningartilboðum sem í boði eru á heimasíðunni ertu háður þessum reglum og/eða skilmálum og skilyrðum. Mikilvægt er að þú lesir viðeigandi reglur og/eða skilmála og skilyrði, sem eru tengdir frá ákveðinni síðu eða virkni. Ef ágreiningur er á milli þessara reglna og/eða skilmála og skilyrða og þessara skilmála, þá ráða reglurnar og/eða skilmálar og skilyrði fyrir getraunirnar, samkeppnirnar eða kynningartilboðið, en aðeins að umfangi ágreiningsins.

TILVÍSUNARTÆKIFÆRI

Öðru hverju kunnum við að bjóða upp á tilvísunaráætlanir sem heimila þér að senda upplýsingar um vini þína eða fjölskyldu („tilvísaður aðili“), þ.m.t., en ekki takmarkað við, netföng, símanúmer, nöfn, götuheiti og aðrar samskiptaupplýsingar, svo viðkomandi geti fengið upplýsingar og/eða kynningartilboð varðandi heimasíðuna og eiginleika hennar. Við kunnum að nota og geyma slíkar upplýsingar sem við söfnum frá þér um tilvísaða aðilann í samræmi við friðhelgisstefnu okkar, og aðeins að því umfangi sem nauðsynlegt er til að framkvæma beiðni þína. Við munum ekki nota slíkar upplýsingar í öðru skyni nema að tilvísaði aðilinn veiti samþykki fyrir notkun í því skyni. Þú mátt aðeins vísa til einstaklings sem þú átt í persónulegu sambandi við. Þú verður að hafa fengið samþykki frá tilvísaða aðilanum áður en þú veitir okkur samskiptaupplýsingar hans eða hennar. Við áskiljum okkur rétt til að takmarka þann fjölda tilvísaðra aðila sem þú getur lagt fram. Við áskiljum okkur rétt til að takmarka fjölda sendinga til ákveðins tilvísaðs aðila öðru hverju. Þú getur ekki dregið til baka þær samskiptaupplýsingar sem þú hefur veitt fyrir tilvísaða aðilann þegar þær hafa verið lagðar fram. Tilvísaður aðili verður að vera (a) löglegur íbúi Bandaríkjanna sem er að minnsta kosti 18 ára eða á lögræðisaldri í lögsögu búsetustaðar síns, hvort sem eldra er, eða (b) einstaklingur fyrir utan Bandaríkin sem getur framkvæmt bindandi samning við okkur og er ekki óheimilt að gera slíkt undir gildandi lögum búsetulands hans/hennar, sé á þeim aldri sem tilgreindur er á nýskráningarsíðunni, og geti skráð sig fyrir því sem í boði er á heimasíðunni og geti notað heimasíðuna á annan hátt. Við áskiljum okkur rétt til að bæta við viðbótartakmörkunum fyrir þá sem vísað er til. Samskiptaupplýsingarnar fyrir tilvísaða aðilann verða að vera gildar og virka svo við getum haft samband við viðkomandi varðandi heimasíðuna eða því sem hún hefur upp á að bjóða. Við berum ekki ábyrgð á að staðfesta þær samskiptaupplýsingar sem þú lætur í té. Við getum ákveðið að hafa EKKI samskipti við tilvísaða aðila og/eða netfang ef hann eða hún virðist vera á lista okkar fyrir „ekki hafa samband“ eða „ekki senda tölvupóst“.  Að auki áskiljum við okkur rétt til að hafna þátttöku tilvísaðs aðila ef (a) samskiptaupplýsingarnar sem við fáum í té eru rangar og ekki gildar, (b) slíkur einstaklingur hefur brotið gegn einhverjum ákvæðum þessara skilmála, eða (c) við ákvörðum að eigin vild að þátttaka slíks einstaklings gæti verið skaðleg fyrir okkur, heimasíðuna, þjónustu eða eiginleika, eða þriðja aðila fyrir hvaða ástæðu sem er, eða fyrir hvaða ástæðu sem er að okkar eigin mati.

Ef þú misnotar einhverjar tilvísanaráætlanir eða tekur á annan hátt þátt í óviðeigandi hegðun hvað varðar tilvísunaráætlun, eins og ákvarðað er að okkar mati, þá áskiljum við okkur rétt til að hafna frekara aðgengi að heimasíðunni. Ívilnanir, umbunanir eða tilvísunaráætlanir skulu vera háðar viðbótarskilmálum sem birtir eru á þeim tíma þegar slíkar áætlanir verða tiltækar. Hvað varðar umfang ágreinings á milli þessara skilmála og skilyrða og þessara skilmála, þá munu skilmálar og skilyrði fyrir ívilnun, umbum eða tilvísunaráætlun ráða, en aðeins hvað umfang ágreiningsins varðar. Við áskiljum okkur rétt, að eigin mati, að fella úr gildi, tímabundið eða varanlega, eða hætta að bjóða upp á tilvísunaráætlanir án fyrirvara, ástæðu eða skaðabótaskyldu.

Ef þú notar heimasíðuna til að eiga samskipti við tilvísaðan aðila (eða þriðja aðila), þá samþykkir þú að nota ekki heimasíðuna til að skaða tilvísaðan aðila eða annan þriðja aðila, og/eða að nota heimasíðuna þannig að brotið sé gegn gildandi lögum, reglum eða reglugerðum eða skilmálum.

Ef við, hvenær sem er, innleiðum samskiptamáta á netinu sem stendur aðeins meðlimum til boða, kunnum við að leggja á allar eða sumar af sömu takmörkunum og lýst er hér að ofan, eins og við ákvörðum að eigin mati, og miðlum og veitum þér mikilvægar tilkynningar með slíku samskiptakerfi á netinu.

EIGINLEIKAR FYRIR KOSNINGU/EINKUNNAGJÖF

Fyrir allar kosningar/einkunnagjafir sem í boði eru á heimasíðunni, þá verður þú að fylgja leiðbeiningunum á heimasíðunni til að senda kosningu/einkunnagjöf, þ.m.t., en ekki takmarkað við,  of fylgja öllum takmörkunum sem lýst er hvað varðar takmarkanir á kosningu/einkunnagjöf. Kosning/einkunnagjöf móttekin frá þér sem er umfram takmörkun á kosningu/einkunnagjöf verður vísað frá. Greiðsla eða annað í skiptum fyrir kosningu/einkunnagjöf er bönnuð. Kosning/einkunnagjöf sem búin er til með forskrift, fjölvaskipun eða öðrum sjálfvirkum máta eða öðrum máta sem ætlað er að hafa áhrif á heilleika ferlis kosningar/einkunnagjafar eins og ákvarðað er af okkur, kann að vera felld úr gildi. Við áskiljum okkur rétt, að eigin mati, að vísa einstaklingum frá sem við teljum að brjóti gegn þessum skilmálum, eigi við ferli kosningar/einkunnagjafar, eða hagi sér ekki á íþróttamannslegan hátt eða á óviðeigandi hátt og fellum úr gildi allar tengdar kosningar/einkunnagjafir. Ákvörðun okkar hvað varðar alla þætti kosningar/einkunnagjafar er endanleg og bindandi, en ekki takmörkuð við, hvað varðar talningu á kosningu/einkunnagjöf og ógildingu eða frávísun grunsamlegrar kosningar/einkunnagjafar eða kjósenda/þeirra sem veita einkunnagjöf.

VIÐBURÐIR

Þér gæti verið boðið eða óskað verður eftir að þú mætir á viðburði sem studdir eru af SC Johnson, viðburði studdum af samstarfsaðilum okkar í viðskiptum eða viðburði sem haldnir eru af notendum heimasíðunnar, sem eru á engan máta tengdir SC Johnson (sameiginlega, „viðburðir“). Þátttaka þín í viðburðum er á eigin ábyrgð og samþykkir þú hér með að losa SC Johnson undan allri skaðabótaskyldu, tjónakröfum, tjóni og kostnaði, þ.m.t., en ekki takmarkað við, líkamsmeiðsl eða dauðsfall þitt eða ólögráða barna eða skjólstæðinga, og sanngjörn gjöld og kostnað lögfræðinga, sem verða til vegna þátttöku á viðburðum eða þátttöku í athöfnum sem í boði eru á viðburðum. Þú samþykkir einnig hér með að við (og fulltrúar okkar) kunnum að taka upp viðburðina sem studdir eru af SC Johnson þar sem þú eða ólögráða börn þín eða skjólstæðingar taka þátt, og þú samþykkir hér með að slíkar upptökur séu í eigu SC Johnson og við (og fulltrúar okkar) kunna að nota nafn þitt eða ólögráða barna eða skjólstæðinga, líkindi, rödd, frammistöðu eða aðrar athafnir sem þú eða börn þín eða skjólstæðingar taka þátt í í auglýsinga-, kynningarskyni eða öðru löglegu skyni í öllum miðlum, sem nú og hér eftir er vitað um, á heimsvísu að eilífu án fyrirvara, samþykkis eða þóknunar fyrir þig eða þriðja aðila. Við kunnum að skilyrða þátttöku þína í viðburði við að skrifleg staðfesting á slíku samþykki sé fengin.

VÖRUUPPLÝSINGAR

MIKILVÆGT: SENDINGAR Á HEIMASÍÐUNA KUNNA AÐ FELA Í SÉR TILLÖGUR FYRIR NOTKUN Á VÖRUM SC JOHNSON SEM HAFA EKKI VERIÐ METNAR EÐA SAMÞYKKTAR AF SC JOHNSON. SC Johnson styður ekki eða samþykkir notkun á neinum vörum sínum á annan hátt en ætlaðri notkun þeirra er lýst á umbúðum vörunnar. Þú ættir aldrei að nota neinar vörur SC Johnson á máta sem er annar er ætluð notkun vörunnar lýsir.

DEILUMÁL Á MILLI NOTENDA

ÞÚ SKILUR OG SAMÞYKKIR AÐ ÞÚ BERÐ FULLA ÁBYRGÐ Á SAMSKIPTUM ÞÍNUM VIÐ AÐRA NOTENDUR EÐA ÞRIÐJU AÐILA. SC JOHNSON ÁSKILUR SÉR RÉTT, EN BER ENGAR SKYLDUR, TIL AÐ FYLGJAST MEÐ DEILUMÁLUM Á MILLI ÞÍN OG ANNARRA NOTENDA (OG ANNARRA ÞRIÐJU AÐILA) OG RÉTT TIL AÐ NEMA ÚR GILDI AÐGENGI ÞITT AÐ HEIMASÍÐUNNI EF SC JOHNSON ÁKVARÐAR, AÐ EIGIN MATI, AÐ SLÍKT SÉ SKYNSAMLEGT.

TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

SC JOHNSON BER EKKI ÁBYRGÐ Á NEINU TJÓNI EÐA LÍKAMSMEIÐSLUM SEM FYLGJA EÐA ERU AFLEIÐING NOTKUNAR ÞINNAR Á HEIMASÍÐUNNI.

SLÍKT FELUR Í SÉR (EN ER EKKI TAKMARKAÐ VIÐ) TJÓN EÐA LÍKAMSMEIÐSL VEGNA:

  • NOTKUNAR (EÐA VANHÆFNI TIL NOTKUNAR) HEIMASÍÐUNNAR
  • NOTKUNAR (EÐA VANHÆFNI TIL NOTKUNAR) HEIMASÍÐUNNAR
  • VANEFNIDR Á FRAMMISTÖÐU
  • BILUN
  • ÚRFELLINGU
  • TRUFLUN
  • GALLA
  • TÖF HVAÐ VARÐAR REKSTUR EÐA SENDINGU
  • TÖLVUVÍRUS, EÐA
  • LÍNUBILUN.

HAFÐU Í HUGA AÐ VIÐ BERUM HELDUR EKKI ÁBYRGÐ Á NEINU TJÓNI, Þ.M.T., EN EKKI TAKMARKAÐ VIÐ:

  • BÓTUM SEM ÆTLAÐ ER AÐ UMBUNA EINHVERJUM BEINT FYRIR TJÓN EÐA LÍKAMSMEIÐSL
  • ÓBEINAR, SÉRSTAKAR EÐA REFSIBÆTUR
  • BÓTUM SEM VÆNST ER Á SANNGJARNAN MÁTA VEGNA TJÓNS EÐA LÍKAMSMEIÐSLA (LAGALEGT HEITI, „FYLGIBÆTUR“); EÐA
  • ÝMIS KONAR ÖÐRUM BÓTUM OG KOSTNAÐI VEGNA TJÓNS EÐA LÍKAMSMEIÐSLA (LAGALEGT HEITI, „TILFALLANDI BÆTUR“).

AÐ AUKI BERUM VIÐ EKKI ÁBYRGÐ Á, ÞÓ VIÐ HÖFUM SÝNT VANRÆKSLU EÐA OKKUR HEFUR VERIÐ GERT KUNNGERT UM MÖGULEIKANN Á SLÍKU TJÓNI -- EÐA BÆÐI.

UNDANTEKNING: Í ÁKVEÐNUM LÖGSÖGUM KUNNA LÖGIN EKKI AÐ HEIMILA OKKUR AÐ TAKMARKA EÐA ÚTILOKA ÁBYRGÐ Á ÞESSUM „TILFALLANDI“ EÐA „FYLGIBÓTUM“, ÞVÍ GÆTI TAKMÖRKUNIN HÉR AÐ OFAN EKKI ÁTT VIÐ, OG ÞÚ GÆTIR Í RAUN ÁTT RÉTT Á BÓTUM FYRIR ÞESSAR TEGUNDIR TJÓNS. EN Í ÖLLU FALLI VERÐUR SKAÐABÓTASKYLDA OKKAR FYRIR ALLT TJÓN ÞITT, LÍKAMSMEIÐSL EÐA ALLAR TEGUNDIR BÓTAKRAFNA (HVORT SEM GERÐ ER TJÓNAKRAFA UNDIR SKILMÁLUM SAMNINGS, EÐA VEGNA VANRÆKSLU EÐA ANNARS ÓLÖGLEGS FRAMFERÐIS, EÐA KRAFA ER LÖGÐ FRAM UNDIR ANNARRAI LAGALEGRI KENNINGU, EKKI HÆRRI EN UPPHÆÐIN SEM ÞÚ GREIDDIR FYRIR AÐGANG AÐ HEIMASÍÐUNNI.

FYRIRVARI

EFNIÐ Á HEIMASÍÐUNNI OKKAR ER LÁTIÐ Í TÉ „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. ÞETTA ÞÝÐIR AÐ SC JOHNSON AFSALAR SÉR ALLRI BEINNI OG AFLEIDDRI ÁBYRGÐ VARÐANDI EFNIÐ Á HEIMASÍÐUNNI.

ÞETTA FELUR Í SÉR (EN ER EKKI TAKMARKAÐ VIÐ) ÁBYRGÐ:

  • AÐ EFNIÐ SÉ SÖLUHÆFT OG SÉ Á ÁKVEÐNU GÆÐASTIGI EÐA HENTI Í ÁKVEÐNU SKYNI
  • AÐ VIRKU ÞÆTTIRNIR SEM EFNIÐ INNIHELDUR SÉU ÓTRUFLAÐIR OG VILLULAUSIR
  • AÐ GALLAR VERÐI LEIÐRÉTTIR
  • AÐ SÍÐUR OKKAR OG ÞJÓNAR SEM GERA ÞÆR FÁANLEGAR SÉU LAUSAR VIÐ VÍRUSA EÐA AÐRA SKAÐLEGA ÞÆTTI OG
  • AÐ ÁRANGURSRÍK NIÐURSTAÐA EÐA ÚTKOMA STAFI AF ÞVÍ AÐ LEIÐBEININGUM EÐA UPPSKRIFTUM Í EFNINU SÉ FYLGT Á VIÐEIGANDI HÁTT.

TIL VIÐBÓTAR VIÐ ÞAÐ SEM HÉR AÐ OFAN STENDUR, BERÐ ÞÚ (OG EKKI SC JOHNSON) ALLAN KOSTNAÐ FYRIR ALLA NAUÐSYNLEGA ÞJÓNUSTU, VIÐGERÐIR EÐA LEIÐRÉTTINGU.

SC JOHNSON GETUR EKKI STJÓRNAÐ GJÖRÐUM ANNARRA NOTENDA SEM ÞÚ VELUR TIL AÐ DEILA UPPLÝSINGUM ÞÍNUM MEÐ. ÞVÍ GETUM VIÐ EKKI OG TRYGGJUM EKKI AÐ SENDINGAR VERÐI EKKI SKOÐAÐAR AF ÓHEIMILUÐUM AÐILUM EÐA NOTAÐAR Á ÓVIÐEIGANDI HÁTT. SC JOHNSON BER EKKI ÁBYRGÐ Á NEINNI SNIÐGÖNGU FRIÐHELGISSTILLINGA EÐA ÖRYGGISRÁÐSTAFANA SEM ER AÐ FINNA Á HEIMASÍÐUNNI. ÞÚ VIÐURKENNIR OG SKILUR AÐ, JAFNVEL EFTIR BROTTNÁM, KUNNI AFRIT AF SENDINGUM AÐ VERA ENN SKOÐANLEGAR Á SKYNDIVISTUÐUM EÐA SAFNVISTUÐUM SÍÐUM EÐA EF AÐRIR NOTENDUR HAFA AFRITAÐ EÐA VISTAÐ SENDINGU ÞÍNA.

ALLAR AÐGERÐIR SEM GRIPIÐ ER TIL SEM VIÐBRÖGÐ VIÐ UPPLÝSINGM, SKOÐUNUM, RÁÐGJÖF EÐA TILLÖGUM SEM BOÐNAR ERU, RÆDDAR EÐA BIRTAR Á HEIMASÍÐUNNI, ÞAR Á MEÐAL EFNI SEM HALAÐ ER NIÐUR EÐA FENGIÐ MEÐ NOTKUN Á HEIMASÍÐUNNI, ER Á ÞÍNA EIGIN ÁBYRGÐ. ÞÚ BERÐ AÐ FULLU ÁBYRGÐ Á ÖLLUM AÐGERÐUM SEM GRIPIÐ ER TIL SEM VIÐBRÖGÐ VIÐ SLÍKUM UPPLÝSINGUM, SKOÐUNUM, RÁÐGJÖF EÐA TILLÖGUM, EÐA VEGNA MISSIS EÐA TJÓNS VEGNA SLÍKRA AÐGERÐA, ÞAR Á MEÐAL TJÓNS Á TÖLVUKERFI ÞÍNU EÐA GAGNAMISSI VEGNA NIÐURHALS SLÍKS EFNIS.

UNDANTEKNING: Í ÁKVEÐNUM LÖGSÖGUM KUNNA LÖGIN EKKI AÐ HEIMILA OKKUR AÐ AFSALA OKKUR EÐA UNDANSKILJA ÁBYRGÐ, OG ÞVÍ KANN FYRIRVARINN AÐ HÉR AÐ OFAN EKKI AÐ EIGA VIÐ ÞIG.

SKAÐABÆTUR

Þú samþykkir að gera SC Johnson, tengda aðila okkar, og sérhvern viðkomandi fulltrúa okkar, forstjóra og starfsmenn skaðlausa vegna skaðabótakröfu, kröfu, missis, kostnaðar, ábyrgðar eða tjóns (þar á meðal sanngjörn gjöld lögfræðings og kostnað) sem hlýst af:

  • Notkun þinni á heimasíðunni,
  • notkun þinni á öllum sendingum,
  • þátttöku þinni í þjónustu eða áætlun sem í boði er á eða í gegnum heimasíðuna,
  • broti þínu eða meintu broti á þessum skilmálum,
  • sendingum sem birtar eru af þér, eða
  • meintu broti þínu á réttindum þriðja aðila (þ.m.t., en ekki takmarkað við, kröfum um ærumeiðingu, brot gegn friðhelgi einkalífsins, útgáfurétt, brot á trúnaði, brot á höfundarrétti, vörumerkjarétti, einkaleyfisrétti eða öðrum hugverkarétti).

Við áskiljum okkur rétt til að verja og stjórna öllum kröfum sem hljótast af ofantöldu og slíkum skaðabótamálum og að þú munir sýna okkur fullan samstarfsvilja við slíka vörn.

TÍMALENGD OG RIFTUN NOTKUNARSKILMÁLA

Þessir skilmálar eiga við strax og þú notar heimasíðuna í fyrsta sinn. SC Johnson kann að rifta þessum skilmálum, eða hluta þeirra, hvenær sem er, án nokkurs fyrirvara, vegna hvaða ástæðu sem er. Hlutar sem fjalla hins vegar um TAKMÖRKUN Á NOTKUN ÞINNI Á EFNI HEIMASÍÐUNNAR, TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR, SKAÐABÆTUR, FYRIRVARA OG LÖGSÖGU verða ekki fyrir áhrifum frá riftun.

Að auki hefur SC Johnson rétt á að nema úr gildi, takmarka eða rifta allri eða hluta heimasíðunnar eða aðgengi þínu að henni, hvenær sem er, án nokkurs fyrirvara.

LÖGSAGA

SC Johnson stjórnar og rekur heimasíðuna frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Racine, Wisconsin, í Bandaríkjunum.

Þessir skilmálar og samningurinn sem þeir skapa stjórnast á allan máta og eru túlkaðir í samræmi við lög ríkis Wisconsin, BNA, án tillits til vals um ákvæði í lögum. Einnig stjórnast notkun þín á heimasíðunni á allan máta af lögum ríkis Wisconsin, BNA. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja á ekki við þessa skilmála.

Misbrestur SC Johnson við að beita, framfylgja eða krefjast strangrar framkvæmdar á réttindindum eða ákvæða þessara skilmála skal ekki vera álitin undanþága frá slíkum réttindum eða ákvæðum. Ef einhver ákvæði þessa samnings eru ólögleg, ógild eða óframfylgjanleg undir gildandi lögum hefur það ekki áhrif á lögmæti, réttmæti eða fullnustuhæfi eftirliggjandi ákvæða. Hvorki háttsemi á milli aðila né viðskiptahættir skulu gera tilraun til að breyta neinum skilmálum og skilyrðum. SC Johnson kann að úthluta réttindum sínum og skyldum undir þessum skilmálum til aðila hvenær sem er, án nokkurs fyrirvara.

Burtséð frá lögum eða lögum um hið gagnstæða, þá þarf að leggja fram allar kröfur eða orsök aðgerða sem eiga upptök sín í eða í tengslum við heimasíðuna innan eins (1) árs eftir að slíkar kröfur eða orsök aðgerða koma í ljós, því annars er slíkt að eilífu útilokað og undanþegið.

Þú ættir ekki, undir neinum krignumstæðum, að leyta eftir og átt ekki rétt á riftun, tímabundnu eða sanngjörnu lögbanni, eða að fyrirskipa eða takmarka rekstur eða nýtingu á heimasíðunni, auglýsingaefni eða öðru efni sem gefið er út í tengslum við slíkt, eða öðru efni sem notað er eða birt á heimasíðunni. Þú skilur og samþykkir að ekkert fjárvörslusamband er á milli þín og okkar með notkun þinni á heimasíðunni. Notkun þín á heimasíðunni skal ekki álitin upphaf á sambandi atvinnurekanda og starfsmanns, eða forsvarsmanns og fulltrúa, fyrirtæki um samrekstur eða samstarfsaðila á milli þín og okkar.

Þó við hönnum heimasíðuna þannig að hún er samrýmanleg lögum þeirra landa sem við stundum viðskipti í, lýsum við því ekki yfir eða gefum til kynna að efnið á heimasíðunni sé viðeigandi eða fáanlegt til notkunar fyrir utan Bandaríkin, og aðgengi að þeim frá svæðum þar sem efni þeirra er ólöglegt er bannað. Ef þú notar heimasíðuna frá stöðum utan Bandaríkjanna gerir þú það að eigin frumkvæði og berð þú ábyrgð á að fylgja viðeigandi landslögum. Þú mátt ekki nota eða flytja efni út sem brýtur gegn útflutningslögum og reglugerðum Bandaríkjanna.

SÉRSTÖK ÁKVÆÐI SEM EIGA VIÐ NOTENDUR UTAN BANDARÍKJANNA

Við leggjum okkur fram við að skapa hnattrænt samfélag með samræmanlegum viðmiðum fyrir alla, en við leggjum okkur einnig fram við að virða landslög. Eftirfarandi ákvæði eiga við notendur sem eiga samskipti við SC Johnson utan Bandaríkjanna:

  • Þú samþykkir að heimasíðan lýtur lögum Bandaríkjanna.
  • Þú samþykkir söfnun, meðhöndlun, viðhald og flutning slíka upplýsinga í og til Bandaríkjanna eða annars lands í samræmi við friðhelgisstefnu okkar.
  • Ef þú ert staðsett/ur í landi sem Bandaríkin hefur sett í viðskiptabann gegn eða ert á lista fjármálaráðuneytisins fyrir Specially Designated Nationals, munt þú ekki taka þátt í neinum viðskiptum á heimasíðunni. Þú munt ekki nota heimasíðuna ef þér er bannað að taka við vörum, þjónustu eða hugbúnaði sem á uppruna sinn í Bandaríkjunum.

FRIÐHELGI

Okkar friðhelgisstefnu lýsir að fullu stefnu okkar hvað varðar meðhöndlum á upplýsingum sem við söfnum um þig (þar á meðal með sjálfvirkum hætti) eða sem þú velur að senda okkur.

SÍUN

Í samræmi við 47 U.S.C. hluta 230(d), eins og breytt hefur verið, tilkynnum við þér hér með að vernd varðandi foreldraeftirlit (til dæmis tölvuvélbúnaður, hugbúnaður eða síunarþjónusta) sem standa til boða, kunna að hjálpa þér við að takmarka aðgang að efni sem er skaðlegt fyrir ólögráða einstaklinga. Upplýsingar sem bera kennsl á núverandi veitendur slíkrar verndar eru í boði á eftirfarandi tveimur síðum: GetNetWise og OnGuard Online. SC Johnson styður ekki né samþykkir neinar vörur eða þjónustu sem finna má á slíkum síðum.

ALMENNIR SKILMÁLAR SEM EIGA VIÐ RAFRÆN VIÐSKIPTI

Tilvísun til vara á heimasíðunni jafngildir ekki boði um sölu eða afhendingu þeirra vörur og þýðir það ekki að varan sé í boði eða að nafn og lýsing vöru frá heildsala okkar verði það sama og finna má á heimasíðunni.

Við getum ekki tryggt að varan sem skráð er að sé í boði verði í raun send strax, þar sem lagerstaða getur breyst umtalsvert frá degi til dags. Í örfáum tilvikum getur komið fyrir að varan sé til á lager þegar þú leggur fram pöntun þína og a' hún sé uppseld þegar pöntun þín er meðhöndluð.

Þegar við á eru stefnur okkar tengdar sendingu og skilum/skiptum vara birtar á heimasíðunni okkar. Kynntu þér þessar stefnur áður en þú kaupir vörur af heimasíðunni.

Verð og framboð vara sem skráðar eru á heimasíðunni er háð breytingum, án nokkurs fyrirvara.

Þó við leggjum okkur fram við að veita nákvæmar vöru- og verðupplýsingar, gætu villur sem varða verð og innslátt átt sér stað. Ef vara er skráð á röngu verði sökum innsláttarvillu eða annarrar ástæðu, höfum við rétt á að hafna eða hætta við pöntun á slíkri vöru á röngu verði, jafnvel þó pöntunin hafi verið staðfest og/eða kreditkort þitt hafi verið skuldfært. Ef vara er á röngu verði kunnum við, að eigin vild, að hafa annað hvort samband við þig og veita þér upplýsingar eða hætta við pöntun þína, og þá tilkynna þér um slíkt. Ef kreditkort þitt hefur þegar verið skuldfært fyrir kaupin og hætt er við pöntun þína, munum við tafarlaust kreditfæra  þá upphæð sem nemur röngu verði á kreditkortið þitt.

Vera kann að við getum ekki samþykkt ákveðnar pantanir og verðum því að hætta við þær. Við áskiljum okkur rétt, að eigin vild, að hafna eða hætta við pöntun án nokkurrar ástæðu. Við áskiljum okkur rétt, að eigin vild, að takmarka fjölda vara keyptra á hvern einstakling, fyrir hvert heimili eða við hverja pöntun. Þessar takmarkanir kunna að eiga við pantaðir sem lagðar eru fram eða nota sama aðgang á netinu, sama kreditkort og einnig við pantanir sem nota sama greiðslu- og/eða sendingarheimilisfang. Við látum viðskiptavininn vita ef slíkum takmörkunum er beitt.

Sumar aðstæður sem kunna að leiða til þess að hætt er við pöntun þín fela í sér takmarkanir á fjölda vara sem kaupa má, ónákvæmni eða villum í vöru- eða verðupplýsingum, eða erfiðleika sem kredikorta- eða svikadeild okkar uppgötvar. Við kunnum einnig að gera kröfu um viðbótarstaðfestingar eða viðbótarupplýsingar áður en vörur eru samþykktar.  Við höfum samband við þig ef hætt er við alla eða hluta pöntunar þinnar eða ef þörf er á viðbótarupplýsingum, svo hægt sé að samþykkja pöntun þína. Ef hætt er við pöntun þína eftir að kreditkort þitt hefur verið skuldfært, kreditfærum við það með þeirri upphæð sem nemur skuldfærslunni.

SAMNINGUR Í HEILD SINNI

Þetta er samningurinn í heild sinni varðandi öll þau mál sem fjallað hefur verið um í framangreindum málsgreinum.